Um Sportval

Sportval ehf. var stofnað á haustmánuðum 2018 og verslunin opnuð þann 7. desember það sama ár.

Verslunin er staðsett á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi og hefur alla tíð lagt áherslu á persónulega og framúrskarandi þjónustu og gæða vörur.

Við bjóðum upp á frábær gönguskíði, bæði brautarskíði og ferðaskíði ásamt fatnaði fyrir útivistina, hlaupin, hjólreiðarnar og íþróttir almennt. Einnig bjóðum við upp á ýmislegt þessu tengdu og erum alltaf að skoða hvernig við getum bætt enn frekar þjónustu og vöruframboð við okkar viðskiptavini.

Sportval er í eigu Óskars Jakobssonar og Bergþórs Ólafssonar sem búa yfir mikilli reynslu af útivist, gönguskíðum og hlaupum. Bergþór starfar sem íþróttakennari en bæði Óskar og Bergþór hafa stundað hlaup og fjallabrölt af miklum krafti auk þess sem Óskar hefur sinnt kennslu á gönguskíði og hjólaskíði.

Verslunin okkar er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-15. Vefverslunin okkar er opin allan sólarhringinn. 

Við hlökkum til að aðstoða þig með þína útivist!