Alfa Skarvet Advance GTX ferðaskíðaskór herra

Alfa Skarvet Advance GTX ferðaskíðaskórnir eru mjög þægilegir, hlýir og traustir leðurskór með góðum stuðningi fyrir krefjandi skíðaferðir. Skórnir eru vetrarfóðraðir ásamt Gore-Tex filmu og eru þróaðir með áherslu á þægindi og getu til að standast kulda. Þeir eru með stöðugum og hitaeinangrandi millisóla ásamt memoryfoam í kringum ökklann sem eykur þægindi og kemur í veg fyrir blöðrur. Skórnir eru einnig með auka tástyrkingu sem ver leðrið og eykur líftímann. Frábærir utanbrautarskór sem halda fótunum heitum og þurrum og eru fullkomnir í krefjandi leiðangra. Skórnir henta fyrir Rottefella BC bindingar.

Þyngd 795 gr. (Stærð 42). 

Stærð