Åsnes Amundsen Fram WL/FL ferðaskíði riffluð

Amundsen Fram riffluðu ferðaskíðin frá Åsnes eru stíf og mjög stöðug skíði. Þau eru létt og henta vel í krefjandi göngur í fjölbreyttu landslagi. Rifflurnar tryggja gott rennsli í sléttu landslagi og góða spyrnu.

Amundsen Fram utanbrautarskíðin eru með göt fyrir hálfskinn sem tryggir enn meira grip til að komast upp krefjandi brekkur. Þessi skíði eru tilvalin í langtúra með farangur (púlkur) í eftirdragi. Þar sem þau eru stíf þá henta þau vel fyrir þyngri skíðamenn.

Åsnes hafa framleitt og þróað riffluð skíði í 50 ár og eru leiðandi í þeirri þróun. Skíðin eru kennd við Roald Amundsen (1872-1928) sem var norskur ævintýramaður sem var fyrstur til að ná bæði á norður- og suðurpólinn.

Að velja rétta lengd á skíðin

Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.

Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.

Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Stærðartafla - viðmið (dömur og herrar)

Hæð (cm) Þyngd (kg) Lengd skíða
165-170 60-70 180 cm
170-175 70-80 187 cm
175-185 75-85 194 cm
180-190 80-95 201 cm
190+ 95+ 208 cm
Lengd