Åsnes Børge Ousland BC ferðaskíði

Børge ferðaskíðin frá Åsnes eru létt skíði með góðum stálköntum 2,1x1,9mm, eða þeim sömu og eru notuð á fjallaskíðin hjá Åsnes. Utanbrautarskíðin fást ekki með riffluðum sóla en eru með skinlock til að festa hálfskinn, sem tryggir gott grip til að komast upp krefjandi brekkur. Þau henta vel bæði í lengri fjalla- og jöklaferðir með bakpoka og púlkur í eftirdragi sem og styttri dagsferðir og eru með mjög vönduðum sóla sem tryggir gott rennsli.

Skíðin hafa verið þróuð í samvinnu við heimskautakönnuðinn Børge Ousland og leiðsögumenn fyrirtækis hans Ousland Explorers, en Børge er þekktur sem einn merkasti ævintýramaður samtímans. Børge Ousland var fyrsti maðurinn til að fara á norðurpólinn árið 1990 án utanaðkomandi aðstoðar ásamt Erling Kagge og Geir Randby. Árið 1994 fór hann einn frá Norðurheimskautsströndinni í Rússlandi til norðurpólsins fyrstur allra og 1996-1997 var hann sá fyrsti í heiminum til að fara einn yfir suðurpólinn frá strönd til strandar og án utankomandi aðstoðar. Hann var aðeins 34 daga á leiðinni. Síðan þá hefur Børge farið reglulega á norðurpólinn að vetrarlagi.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Lengd