Åsnes Cecilie BC WL/FL ferðaskíði riffluð

Cecilie BC ferðaskíðin frá Åsnes eru hönnuð í samstarfi við ævintýrakonuna Cecilie Skog sem er í dag einn af sendiherrum Åsnes.

Cecilie utanbrautarskíðin eru hönnuð fyrir konur en ganga þó fyrir alla. Hægt er að fá þau með og án riffla undir miðju skíðanna. 

Cecilie skíðin eru breið og með góðum stálköntum 2,1x1,9mm og eru breiðari að framan og aftan sem gerir rennsli auðveldara til að beygja. Annar kostur við að hafa þau breiðari er að í djúpum snjó þá er flotið meira. Cecilie skíðin eru með „skinlock“ til að festa hálfskinn auðveldlega á áburðarflötinn, sem tryggir gott grip til að komast upp krefjandi brekkur.

Cecilie Skog er ein af fremsta ævintýrafólki heims. Hún var fyrsta konan sem komst á toppana sjö (hæstu tinda hverrar heimsálfu) auk þess sem hún hefur toppað K2 og Cho Oyu. Hún er búin að fara yfir Grænland og hefur náð bæði á suður- og norðurpólinn.

Að velja rétta lengd á skíðin

Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.

Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.

Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Stærðartafla - viðmið (dömur og herrar)

Hæð (cm) Þyngd (kg) Lengd skíða
-160 -55 170 cm
155-165 55-65 175 cm
160-175 60-70 180 cm
170-175 65-75 185 cm
175-180 70-80 190 cm
180-185 75-85 195 cm

 

 

Lengd