Åsnes Gamme 54 BC ferðaskíði

Gamme BC ferðaskíðin eru mjög fjölhæf utanbrautarskíði. Þau eru létt með góða spennu og henta einstaklega vel í langar ferðir í hæðóttu landslagi með farangur í eftirdragi.

Skíðin eru með góðum stálköntum 2,1x1,9mm og fást eingöngu án riffla. Þau eru með skinnlás sem gerir það að verkum að auðvelt er að festa hálfskinn undir skíðin.

Nýjustu Gamme ferðaskíðin eru enn léttari en fyrri týpur en þau eru framleidd í samvinnu við Aleksander Gamme sem veturinn 2011-2012 fór í lengstu samfelldu göngu á skíðum án utanaðkomandi aðstoðar. Gamme er ekki bara skíðaáhugamaður hann er mikill ævintýramaður sem leitar í krefjandi verkefni á fjöllum, klifrandi eða fljúgandi um í fallhlíf eða á svifvæng.

Að velja rétta lengd á skíðin

Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.

Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.

Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Stærðartafla - viðmið (dömur og herrar)

Hæð (cm) Þyngd (kg) Lengd skíða
150-160 -60 170 cm
160-170 60-75 180 cm
170-180 70-85 190 cm
180-190 80-95 200 cm
190+ 95+ 210 cm
Lengd