Mountain Race 48 skinnskíðin frá Åsnes eru mitt á milli þess að vera ferðaskíði og brautarskíði.
Skíðin eru með ¾ stálkant sem tryggja grip í rennsli í hörðu færi. Þau eru frekar mjó svo auðvelt er að nota þau í brautum jafnt sem á fjöllum. Skíðin eru með innfelldu skinni auk þess sem þau eru með göt til að festa hálfskinn í ef þörf er á aukagripi. Sólinn er einnig vandaður sem tryggir mjög gott rennsli við ólíkar aðstæður.
Að velja rétta lengd á skíðin
Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.
Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.
Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.
Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is
Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is
Stærðartafla - viðmið (dömur og herrar)
Hæð (cm) | Þyngd (kg) | Lengd skíða |
-170 | -70 | 180 cm |
170-180 | 70-80 | 190 cm |
180-190 | 80-90 | 200 cm |
190+ | 90+ | 210 cm |