Åsnes Mountain Race JR. BC ferðaskíði fyrir börn

Mountain Race Junior skíðin frá Åsnes eru góð fyrir börn til að hefja ferðaskíðamennskuna. Skíðin eru með stálkanta ¾ af hliðum skíðanna til að tryggja gott grip í hörðu færi. Festingin fyrir hálfskinninn tryggir að börnin fá gott grip allan skíðatúrinn til að tryggja gleði alla leið. Ferðaskíðin eru með góða spennu og eru fullkominn skíði í leik og ferðir á fjöll.

Við mælum með 30mm mohair hálfskinnum sem klippt er af 3-5 cm aftan við hælinn á skónum. Það má líka nota 45mm skinn. Það er hægt að setja á NNN bindingar á þessi skíði svo hægt er að nota sömu skó á þessi skíði og brautarskíðin. Sniðugt er að eiga Combi skó sem eru oft þykkari og hlýrri.

Tökum börnin með í fjallaferðirnar og leyfum þeim að upplífa okkar fallega land yfir vetrarmánuðina.

Að velja rétta lengd á skíðin

Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.

Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.

Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Stærðartafla - viðmið

Hæð (cm) Lengd skíða
130-140 140 cm
135-150 150 cm
145-155 160 cm
150-165 170 cm
Lengd