Åsnes Nansen BC ferðaskíði

Nansen ferðaskíðin eru frábær skíði fyrir fólk sem er að ferðast um í fjölbreyttu landslagi. Þau eru breið og með góða sveigju sem gefur betra flot auk þess sem carving lagið á skíðunum auðveldar fólki að beygja á þeim í rennsli.

Þessi utanbrautarskíði fást bæði með og án riffla undir miðju skíðana og eru með skin lock til að setja hálfskinn yfir áburðarflötin.

Þau eru eins og önnur Åsnes utanbrautarskíði með góðum stálköntum 2,1x1,9mm sem gefa gott grip til að komast upp krefjandi brekkur.

Frithjof Nansen (1861-1930) var vísindamaður og mikill áhugamaður um pólana og pólferðir. Hann fór á skíðum um Grænland árið 1888 og er þetta fyrsta skjalfesta ferðin yfir Grænland á skíðum. Hann gerði mikilvægar rannsóknir á heimskautaskipinu FRAM sem skiluðu honum fjölda rannsóknarverðlauna. Hann fékk auk þess friðarverðlaun Nóbels fyrir mannúðarstarf og að stuðla að friði í heiminum.

Að velja rétta lengd á skíðin

Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.

Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.

Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 419-7300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Stærðartafla - viðmið

Hæð (cm) Þyngd (kg) Lengd skíða
170-178 65-75 185 cm
178-185 75-85 195 cm
185+ 85+ 205 cm
Lengd