Åsnes Tonje BC ferðaskíði

Tonje BC ferðaskíðin eru hönnuð í samstarfi við Tonje Blomseth fyrir ævintýragjarnar konur sem hafa gaman af því að skíða í bratta og eru fullkomin fyrir djúpan og krefjandi snjó.

Skíðin eru hönnuð með sérstakri plötu, svokölluðum Nordic Rocker og 22mm stálkanti sem stendur út fyrir brún sem gerir þau sterkari og stöðugri í lausum snjó við krefjandi aðstæður.

Þau eru með skinlock“ til að festa hálfskinn auðveldlega á áburðarflötinn, sem tryggir gott grip til að komast upp krefjandi brekkur.

Tonje Blomseth er kannski ekki frægasta skíðakona heims en allt frá því að hún fór frá syðsta til nyrsta odda Noregs á aldrinum 17 ára (sú yngsta til að afreka það á þeim tíma), hefur þessi kona frá Trøndelag leikið stórt hlutverk í norska ævintýrasamfélaginu.

Að velja rétta lengd á skíðin

Lengd skíða er ákvörðuð eftir líkamsþyngd og hæð.

Taflan hér að neðan er þó aðeins viðmið - en reynsla, kunnátta, landslag og einstaklingsbundnar þarfir eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvaða lengd ætti að verða fyrir valinu.

Almennt séð kallar það á styttri skíði þegar verið er að hreyfa sig um krefjandi landslag en á opnu fjalllendi. Það er einnig auðveldara fyrir byrjendur að stjórna stuttum skíðum. Ef þú ert aðallega á skíðum í brautum er lengdin ekki mikilvægasti þátturinn. Ef þú vilt gott flot í djúpum snjó þá geta aðeins breiðari skíði verið gagnleg. Léttari skíðamenn gætu hugsað sér styttri skíði; þyngri skíðamenn lengri skíði. Skíðafólk sem er að ferðast með mikið af dóti s.s. bakpoka og sleða gæti einnig viljað hafa lengri skíði.

Ef þú ætlar að kaupa skíði á netinu þá mælum við með því að þú fáir ráðgjöf um val á skíðum í síma 41977300 eða sendir tölvupóst á sportval@sportval.is

Þú getur einnig pantað tíma í mátun með því að senda okkur póst á sportval@sportval.is

Stærðartafla - viðmið (dömur)

Hæð (cm) Þyngd (kg) Lengd skíða
150-160 -55 165 cm
160-170 55-65 175 cm
170-180 60-75 185 cm
Lengd