Haglöfs Mojo dúnúlpa með vatnsvörn herra

 • Haglöfs Mojo dúnúlpan er fyllt með gæða gæsadún sem búið er að meðhöndla með vatnsfráhrindandi efnum (DWR). Vatnsvörnin gerir það að verkum að fyllingin helst þurr í allt að 10.000 mínútur í blautu veðri sem hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Á úlpunni eru margir vasar ásamt auka styrkingu og einangrun þar sem hennar er mest þörf. Úlpan er úr endingargóðum efnum og það er auðvelt að aðlaga hana á ferðinni. Haglöfs Mojo dúnúlpan er flík sem þú vilt hafa með þér í köld og krefjandi ævintýri.

    • Hólfaskipt dúnfylling sem kemur í veg fyrir kulda
    • Sérlega þröng hólf á ermum og hliðum þannig að dúnninn haldist á sínum stað
    • Gæða gæsadúnfylling, 800 CUIN, með vatnsfráhrindandi virkni
    • Aukafóður á axlasvæði og hettu fyrir enn betri einangrun í öllum veðrum
    • Tveir handvasar með rennilásum og tveir brjóstvasar, einn með rennilás og einn opinn úr netaefni
    • Þríhliða stillanleg hetta með styrkingu að framan fyrir sem besta vörn og gott skyggni, jafnvel í slæmu veðri
    • Forbeygðar ermar fyrir enn betri hreyfanleika, teygja neðst á ermum sem hjálpar til við að halda hitanum inni
    • Þyngd: 860 gr. (stærð L)


  Stærð
  Litur
  Storm Blue/Tarn Blue