Ertu á leið upp á fjöll? Haglöfs Reliable dúnúlpan er eins og nafnið gefur til kynna úlpa sem þú getur treyst á við kaldar og krefjandi aðstæður. Hún er fyllt með vatnfráhrindandi H DOWN Platinum dúni en vatnsvörnin gerir það að verkum að fyllingin helst þurr í allt að 10.000 mínútur í blautu veðri sem hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Úlpan er með hettu auk þess sem hún er með marga vel staðsetta vasa.