Haglöfs Ridge Mid GT gönguskór dömu

Ridge Mid GT gönguskórnir frá Haglöfs eru léttir og þægilegir gönguskór. Skórnir eru vatnsheldir og anda vel, þeir eru með einstaklega góðu gripi og henta vel bæði í styttri og lengri göngur. Búið er að styrkja þá yfir tá- og hælasvæði auk þess sem þeir ná upp á ökklann svo þeir veita aukna vörn og meiri stuðning.

  • Léttir uppháir gönguskór
  • Vatnsheldir (GORE-TEX) og anda vel
  • GEL™ fótpúði að aftan veitir framúrskarandi höggdeyfingu
  • SpevaFoam™ miðsólinn gefur létta dempun
  • WET GRIP Rubber™ gúmmísólinn gefur einstakt grip, jafnvel í blautum aðstæðum
  • Gúmmístyrkt tá og gúmmíhæll gefa aukna vörn og endingu
  • Tungan hindrar að vatn og sandur komist í skóinn
  • Þyngd 428 gr. hver skór (stærð 42)

Hér er um að ræða klassíska og fallega gönguskó sem svíkja engan.

Stærð