Ridge Mid GT gönguskórnir frá Haglöfs eru léttir og þægilegir gönguskór. Skórnir eru vatnsheldir og anda vel, þeir eru með einstaklega góðu gripi og henta vel bæði í styttri og lengri göngur. Búið er að styrkja þá yfir tá- og hælasvæði auk þess sem þeir ná upp á ökklann svo þeir veita aukna vörn og meiri stuðning.
Hér er um að ræða klassíska og fallega gönguskó sem svíkja engan.