Haglöfs Roc Nordic GTX Pro skeljakki herra

 • Roc Nordic GTX Pro skeljakkinn frá Haglöfs er jakki í einstökum gæðum, hannaður og framleiddur fyrir krefjandi fjallamennsku í norrænum kulda. Samsetning jakkans er einstök en hann er gerður úr þremur mismunandi GORE-TEX Pro lögum sem hvert hefur sína eiginleika: Jakkinn er sterkur og endingargóður yfir axlirnar, teygjanlegur í bakhliðunum og með öndun í kringum búkinn. Hann er einnig með frábæra öndunareiginleika og fullkomlega hannaða vasa, meðal annars einn með einstaklega léttri einangrun sem hentar vel fyrir síma og smærri raftæki.

   • Nýstárleg GORE-TEX Pro tækni: eitt af sterkustu og teygjanlegustu efnunum á markaðnum með yfirburða vörn gegn veðri og vindum og góðri öndun
   • Tvöföld öndun á báðum hliðum fyrir hámarks þægindi: staðsett þannig að bakpokinn loki ekki fyrir hana
   • Hetta er stillanleg á þrjá vegu, með lagskiptu og styrktu skyggni og passar yfir hjálm
   • Styrking yfir axlir, ermar og mjaðmir
   • Teygjanleg svæði að aftan fyrir aukinn hreyfanleika
   • RECCO® endurskinsmerki
   • Tveir stórir, aðgengilegir brjóstvasar
   • Einangraður brjóstvasi fyrir farsímann með Primaloft Airgel
   • Opinn innri vasi í bringuhæð og einn með rennilás fyrir verðmæti
   • Tvíhliða rennilás að framan
   • Aðlögun á strengi í mitti
   • Forbeygðar ermar með frönskum rennilás að framan fyrir aukin þægindi
   • Vatnsfráhrindandi rennilásar
   • Þyngd 551 gr. (stærð L)


Stærð
Litur
Tarn Blue