Hoka Speedgoat 5 herra

Speedgoat er vinsælasti utanvega hlaupaskórinn frá HOKA og hentar vel bæði í styttri og lengri utanvegahlaup.

Skórinn andar vel og er með tvöföldum EVA foam miðsóla sem gefur mikla og góða dempun. Hann er auk þess með Vibram® Megagrip laserskornum gúmmísóla sem veitir einstakt grip og gerir skóinn stöðugan jafnt í blautum sem þurrum aðstæðum. 

Speedgoat 5 er með 4 mm”drop” og vegur aðeins 291 gr. Skórinn er nefndur eftir íþróttamanninum Karl „Speedgoat“ Meltzer og er hluti af margverðlaunaðri fjölskyldu í utanvegahlaupum.

Ath. að HOKA skórnir eru litlir í stærð svo við mælum með því að fólk taki 1/2-1 númeri stærri skóstærð en vanalega.

Stærð
Litur
Blue Coral / Evening Primrose