Neon Arrow 2.0 phototronic sólgleraugu cat 1-2

Arrow 2.0 phototronic gleraugun frá Neon eru þægileg og gefa góða vörn gegn sólarljósi, en phototronic linsan lýsist og dökknar eftir birtustigi (category 1-2).

Gleraugun henta sérstaklega vel fyrir íþrótta- og útivistarfólk, þau eru mjög létt, með mjúkan (megol) nefpúða og sitja vel á andlitinu. Nef púðinn grípur létt í húðina sem hjálpar til við að halda þeim á sínum stað, en gripið eykst við raka. Þau eru því ekki að leka af nefinu við svita.

Arrow 2.0 phototronic gleraugun koma í mjúkum míkrótrefja poka sem verndar gleraugun, en einnig er gott að nota pokann til að þrífa gleraugun.

Litur
Light Pink
Crystal Cyan
Blue Royal
Crystal Orange
White
Black
Black Metal
Linsa